AÐALSKIPULAG AKRANESS 2021-2033

Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi – Desember 2021

Greinargerð, stefna, skipulagsákvæði og skipulagsuppdráttur

INNGANGUR


MEGINATRIÐI SKIPULAGSTILLÖGUNNAR

Í endurskoðun aðalskipulags Akraness felst uppfærsla á forsendum, stefnu og ákvæðum gildandi aðalskipulags. Einnig eru skilgreiningar á landnotkun færðar til samræmis við skipulagsreglugerð nr. 90/2012. Þær breytingar, sem þegar hafa verið gerðar á aðalskipulaginu eftir að vinna við endurskoðun þess hófst sbr. kafla 1.3, einfalda lokaáfanga endurskoðunarinnar verulega.


MEGINATRIÐI ENDURSKOÐUNAR AÐALSKIPULAGSINS

 • Umhverfisstefna skal vera í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera bæjarfélagið sem vænlegast til búsetu og atvinnurekstrar fyrir núverandi og komandi kynslóðir með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
  • Í aðalskipulaginu er tekið mið af umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar þannig að landnotkun, landnýting, samgöngukerfi og umhverfismál styðji við markmið hennar. Umhverfisstefnan er sjálfstæð áætlun og eru markmið og áætlanir hennar ekki endurteknar í aðalskipulagi nema þar sem það á beinlínis við.
 • Stefnt er á að vöxtur íbúðarbyggðar verði innan þjóðvegar á skipulagstímabilinu og taki mið af „20 mínútna bænum“.
  • Bæjarland Akraneskaupstaðar er um 1027 hektarar (ha). Um helmingur af heildarflatarmáli sveitarfélagsins getur nýst undir byggð og þar af eru um 312 ha innan þjóðvegar. Skortur á landrými til vaxtar er fyrirsjáanlegur innan nokkurra áratuga miðað við líklega mannfjöldaþróun. Lítið landrými sveitarfélagsins kallar á og stuðlar að þéttri byggð.
  • Miðað er við að byggðin innan þjóðvegar geti rúmað 11-12.000 íbúa og eru þá ekki allir þéttingar eða endurnýjunarkostir taldir. Miðað er við að íbúar á Akranesi verði rúmlega 9.000 við lok skipulagstímabilsins.
  • Þéttleiki nýrrar byggðar verði a.m.k. 18-25 íbúðir á hverjum hektara lands (íb/ha) til þess að ná vexti íbúðarbyggðar innan þjóðvegar á skipulagstímabilinu.
  • Áfram verði unnið að þéttingu byggðar með endurnýjun og endurnýtingu lands innan þjóðvegar með þéttri blandaðri byggð. Með því verða nýttir betur þeir innviðir, sem fyrir eru.
  • Uppbygging nýrrar blandaðrar byggðar verði m.a. á Sementsreit, Dalbrautarreit og við Ægissíðu. Meginuppbygging nýrrar íbúðarbyggðar er í Skógahverfi.
  • Til skoðunar komi þróunarkostir fyrir blandaða íbúðarbyggð á Breið og á Smiðju- vallasvæðinu. Svæðin eru merkt sem þróunarsvæði í aðalskipulagi.
  • Afmörkuð eru sérstaklega tvö opin svæði norðan þjóðvegar (Hausthús/Skúti, Innsti- Vogur), sem til greina koma undir íbúðarbyggð eftir skipulagstímabilið og þegar bærinn innan þjóðvegar verðu sem næst fullbyggður.
 • Skipulagssvæðið er stækkað sem nemur Óslandi - Kirkjutungu. Landnotkunarreitir og ákvæði úr aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar eru tekin inn í skipulagið.
  • Afmarkað er athafnasvæði í Óslandi – Kirkjutungu fyrir landfreka atvinnustarfsemi.
  • Skapaðir eru möguleikar á flutningi fyrirferðarmikillar starfsemi eða fyrirtækja, sem hafa neikvæð áhrif á umhverfi sitt, á athafna- og iðnaðarsvæði í Flóahverfi og Kirkjutungu. Með því opnast möguleikar á endurnýtingu lands innan þjóðvegar með blandaðri íbúðarbyggð.
  • Stefnt er að uppbyggingu grænna iðngarða í Flóahverfi.
 • Afmörkun miðbæjar og miðsvæða er breytt til þess að auka vægi gamla miðbæjarins og vegna tengingar hans við uppbyggingu á Sementsreit.
  • Lögð verður áhersla á endurlífgun og uppbyggingu gamla miðbæjarins.
 • Sett eru almenn markmið um gæði bygginga m.t.t. byggingarlistar þannig að notagildi, tæknileg gæði og ásýnd verði metin við veitingu byggingarleyfa.
 • Stuðla skal að bættri lýðheilsu m.a. með áherslu á:
  • vistvæna og virka fararmáta innanbæjar (20 mínútna bærinn).
  • endurbætur og uppbyggingu vandaðs stígakerfis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og strandstíg með allri ströndinni.
  • fjölbreytt útivistar- og íþróttasvæði.
  • fjölbreytt samgöngukerfi fyrir almenning á láði og legi (s.s. almenningssamgöngur og ferjusiglingar).
 • Akraneskaupstaður dragi eins og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum starfsemi sinnar á loftslagið og vinni að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga.
  • Stefnt er að minni losun gróðurhúsalofttegunda m.a. með þéttri blandaðri byggð, góðu stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, virkum almenningssamgöngum, innviðum fyrir orkuskipti í samgöngum og markvissri úrgangsmeðhöndlun með flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu.
  • Áfram verði unnið að innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna, með það að markmið að bæta gæði ofanvatns, stuðla að grænna umhverfi, auka líffræðilega fjölbreytni í byggðinni og lækka rekstrar- og viðhaldskostnað fráveitukerfis.
  • Áfram verði unnið að vernd votlendis í sveitarfélaginu og aukinni skógrækt bæði á opnum svæðum, útivistarsvæðum og við athafna- og iðnaðarsvæði í norðurhluta bæjarins.
  • Áfram verði unnið að áætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum sem innihaldi m.a. áhættumat vegna sjávarflóða, áætlun um uppbyggingu og viðhald sjóvarnargarða, skipulag bágrænna ofanvatnslausna o.fl.


Í 6. kafla er listi yfir helstu breytingar, sem gerðar eru á skipulagsuppdrætti og greinargerð.UM AÐALSKIPULAG

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sveitarfélags þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Stefna aðalskipulags byggir á markmiðum skipulagslaga og stefnu landskipulags og svæðisskipulags eftir því sem við á. Í aðalskipulagi skal marka stefnu til a.m.k. 12 ára en jafnframt skal litið til lengri tíma.

Aðalskipulag er vettvangur stefnumótunar sveitarstjórnar um mikilvæg viðfangsefni sem snerta þróun þess. Stefnan skal unnin í samráði við íbúa og sett fram á skýran hátt. Aðalskipulagi er ætlað að stuðla að markvissri þróun þar sem tekið er tillit til heildarhagsmuna, miðla málum milli ólíkra hagsmuna þeirra sem búa og munu búa í sveitarfélaginu og stuðla að öryggi almennings og lífsgæðum.(1)

Aðalskipulag er því fyrst og fremst áhald fyrir ákvarðanatöku um landnotkun og nýtingu lands og auðlinda til þess að ná settum markmiðum um byggð, þjónustukerfi og umhverfismál. Áhaldið þarf að vera þjált og meðfærilegt þannig að unnt sé að beita því til þess að mæta breyttum forsendum og nýjum þróunarkostum og koma til móts við stefnu og markmið, sem sett eru um byggð og mannlíf. Mörkun eða markaðssetning t.d. um ákveðnar atvinnugreinar, menningu eða einhver sértæk mál er ekki hlutverk aðalskipulags þótt ákvæði og stefna aðalskipulags geti verið forsenda slíkrar vinnu.

Stefna sveitarfélagsins er einnig unnin í öðrum áætlunum og stefnuskjölum s.s. umhverfisstefnu og svæðisáætlun um úrgangsmeðhöndlun. Hlutverk aðalskipulagsins er að tryggja að landnotkun og stefna um innviði þjónustukerfa styðji markmið og áætlanir í viðkomandi málaflokkum.

Framsetning endurskoðaðs aðalskipulags Akraness tekur mið af þessu hlutverki aðalskipulagsins.

Aðalskipulag Akraness tekur til meginatriða í landnotkun og nýtingu. Í ákvæðum þess á að felast svigrúm til útfærslu innan meginstefnu og megindrátta skipulagsins. Útfærsla búsetuumhverfisins verður unnin á deiliskipulagsstigi í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Þess vegna beinast ákvæði aðalskipulagsins að meginatriðum en ekki útfærslum.

Aðalskipulag tekur til alls lands, vatns og hafs innan marka sveitarfélagsins og þar er einnig gerð grein fyrir takmörkunum á landnotkun svo sem vegna náttúruvár og verndarákvæða.(2) 1 Sbr. grein 4.1.1 í skipulagsreglugerð 90/2013. 2 Sbr. grein 4.1.2 í skipulagsreglugerð 90/2013.SKIPULAGSVINNAN

UPPHAF, UNDIRBÚNINGUR OG SAMRÁÐ

Aðalskipulag Akraness 2005-2017 var staðfest af umhverfisráðherra 26.4. 2006. Stefna skipulagsins byggist annars vegar á þeim áætlunum, sem fyrir lágu í ýmsum málaflokkum, og hins vegar á niðurstöðum íbúaþings, sem haldið var haustið 2003.

Eftir sveitarstjórnarkosningar vorið 2010 taldi bæjarstjórn Akraness að þörf væri á endurskoðun nokkurra þátta aðalskipulagsins. Ekki síst var það vegna fólksfjölgunar á árabilinu 2005-2008, sem var langt umfram mannfjöldaspá aðalskipulagsins. Áherslur höfðu einnig breyst á öðrum sviðum s.s. um uppbyggingu hafnarinnar. Auk endurskoðunar þessara þátta skyldu aðrir þættir skipulagsins uppfærðir miðað við breyttar forsendur eftir því sem við átti.

Á íbúaþingi sem var haldið í desember 2010 kom fram áhersla á umhverfismál og bæjarumhverfi svo og fjölskyldu- og íþróttabæinn Akranes og var það í meginatriðum samhljóða niðurstöðu íbúaþingsins 2003.

Hafist var handa við endurskoðun aðalskipulagsins árið 2011 og var skipulagslýsing og verkáætlun auglýst í nóvember það ár. Helstu viðfangsefni endurskoðunarinnar voru á þeim tíma:

 • Íbúaþróun, endurmat á íbúðaþörf og landþörf.
 • Breytingar á hafnarsvæði. Fallið frá gerð Skarfatangahafnar.
 • Endurskoðun á afmörkun framtíðaríbúðarsvæða, stækkun Skógahverfis.
 • Endurskoðun göngu-, hjóla- og reiðstígakerfis.
 • Kirkjugarður.
 • Svæði fyrir garðyrkjustöð austan Miðvogs.


Haldinn var almennur kynningarfundur 29. maí 2013 þar sem gerð var grein fyrir fyrirhugaðri skipulagsvinnu. Farið var yfir helstu forsendur, fyrirhugaðar breytingar og drög að umhverfisskýrslu.

FRAMVINDA SKIPULAGSVINNUNNAR, NÝ VIÐFANGSEFNI

Af ýmsum ástæðum, m.a. óvissu um stefnumörkun um höfnina og aðliggjandi svæði, dróst vinnan við heildarendurskoðun aðalskipulagsins á langinn. Hins vegar voru á næstu árum gerðar nokkrar breytingar á aðalskipulaginu, þar á meðal vegna meginviðfangsefna endurskoðunarinnar.

• Svæði fyrir garðyrkjustöð við Miðvog var skilgreint 2015. • Fallið var frá gerð Skarfatangahafnar með breytingu árið 2019. • Stækkun Skógahverfis var samþykkt í desember 2020.

Einnig var á þessum tíma fallið frá áformum um nýjan kirkjugarð. Auk þessara breytinga bættust ný og stór verkefni við aðalskipulag bæjarins, sem tekið var á með sérstakri umfjöllun og formlegum breytingum.

 • Sementsreitur (breyting 2017).
 • Stækkun miðsvæðis M4, Dalbrautarreits (breyting 2017).
 • Stækkun athafnasvæðis í Flóahverfi (breyting 2019).
 • Tjaldsvæði í Kalmansvík (breyting 2020).


Kynntar voru skipulagslýsingar og haldnir kynningar- og samráðsfundir um þessar breytingar og fengu þær þar með markvissari umfjöllun en hefði verið ef þær hefðu verið hluti heildarendurskoðunar.

DRÖG, VINNSLUTILLAGA 2018

Áfram var unnið að heildarendurskoðun og var almennur kynningarfundur haldinn 25. janúar 2018. Þar var gerð grein fyrir nýjum viðfangsefnum og þeim þáttum endurskoðunarinnar, sem þegar var búið að afgreiða, stefnu og markmiðum, helstu breytingum, breyttri framsetningu til samræmis við nýja skipulagsreglugerð, umhverfismati skipulagsins og fyrirhuguðu skipulagsferli.

UMHVERFISSTEFNA 2021

Vinna við umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar hófst árið 2019. Af því tilefni var efnt til íbúafundar í maí 2019 þar sem íbúar tóku þátt í að móta hugmyndir að framtíðarsýn á sviði umhverfismála í sveitarfélaginu. Í kjölfarið voru valdir áhersluþættir og ákveðið að hafa markmið bæði mælanleg og tímasett. Bæjarstjórn samþykkti Umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar þann 8. júní 2021. Í gildandi aðalskipulagi liggja nú þegar fyrir nokkur ákvæði og áætlanir, sem felast í markmiðum umhverfis- stefnunnar s.s. um vernd strandar og endurheimt votlendis.

TILLAGA AÐ ENDURSKIPULÖGÐU 2022

Á lokastigi skipulagsvinnunnar var skipulagssvæðið stækkað sem nemur Óslandi – Kirkjutungu, sem er svæði í eigu Akranesskaupstaðar norðan Berjadalsár frá þjóðvegi til fjalls að Berjadalsá á Berjadal. Innan þess svæðis er hluti vatnsbóla og vatnsverndarsvæða Akraness, skógræktarsvæði og skotæfingasvæði. Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar er breytt til samræmis.

Stækkun skipulagssvæðisins ásamt breyttri framsetningu til samræmis við gildandi skipulagsreglugerð hefur ekki verið kynnt í skipulagslýsingu.

Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness er gert ráð fyrir breyttri landnotkun á neðri hluta Óslands - Kirkjutungu þannig að þar verði athafnasvæði ætlað fyrirferðarmikilli starfsemi, sem ekki hefur neikvæð áhrif á umhverfið.

Gengið var frá skipulagstillögu með hliðsjón af ábendingum og athugasemdum, sem bárust við vinnslutillöguna í árslok 2021 og tillagan afgreidd til auglýsingar í mars 2022.FRAMSETNING

SKIPULAGSGÖGN

Tillaga að Aðalskipulagi Akraness 2018-2030 er sett fram með eftirtöldum gögnum:

 • Greinargerð, stefna og skipulagsákvæði, vinnslutillaga 6.12.2021.
 • Aðalskipulagsuppdráttur nr. 8.1, tillaga, 6.12.2021.
 • Forsendur, fylgiskjal (ekki hluti staðfestra gagna), 6.12.2021.


Skýringaruppdrættir eru í greinargerð til glöggvunar við lestur greinargerðarinnar. Ef ósamræmi kemur fram milli skýringaruppdrátta í greinargerð og aðalskipulagsuppdráttar gildir aðalskipulags- uppdrátturinn.

Formleg skipulagsgögn eru greinargerð þessi með stefnu og skipulagsákvæðum og aðalskipu- lagsuppdráttur nr. 8.1.

LANDNOTKUNARREITIR

Gerð er grein fyrir landnotkunarreitum í greinargerð þannig að fjallað er um nánast hvern reit eða hvert svæði bæjarlandsins. Hver landnotkunarreitur er merktur á uppdrætti með númeri og bókstaf. Landnotkunarreitir munu halda númeri sínu þótt landnotkun verði breytt og verður þá bókstafsmerkingu reitsins breytt. Númerin vísa til staðsetningar sbr. mynd 2. Í töflu í greinargerð er tilgreind stærð reita í hekturum (1 ha = 100x100 m = 10.000 m²), heiti eða afmörkun, almenn lýsing og sérákvæði viðkomandi reits. Almenn ákvæði eru í upphafi hvers kafla. Þessi uppsetning er gerð til þess að auðvelda viðhald skipulagsins, breytingar og þróun þar sem vísun í svæði og ákvæði er skýr og ótvíræð.

Almenn regla er að landnotkunarreitir mætast í miðlínum gatna. Flatarmál reita er því brúttóstærð sem felur í sér gatnakerfið. Samanlagt flatarmál landnotkunarreita gefur því einnig heildarflatarmál byggðar eða skipulagðs lands. Á skipulagsuppdrætti eru aðalgötur, þ.e. stofnbrautir og tengibrautir, lagðar ofan á reitina og fela þar af leiðandi markalínu þeirra þar sem svo ber undir. Aðalgötur í innra gatnakerfi bæjarins (safngötur) og tengingar við aðalgatnakerfið, sem liggja yfir óbyggt land, eru sýndar á aðalskipulagsuppdrætti. Að öðru leyti eru tengingar einstakra svæða skilgreindar í deiliskipulagi og ekki sýndar á aðalskipulagsuppdrætti. Allt núverandi gatnakerfi er sýnt á grunnkorti til glöggvunar. Grunnkortslínur hafa ekki skipulagsgildi.

Mynd 2. Svæðaskipting fyrir merkingu landnotkunarreita. Þrjú svæði: 100: Bærinn vestan Þjóðbrautar. 200: Bærinn austan Þjóðbrautar. 300: Atvinnusvæði og uppland norðan þjóðvegar.

Skilgreining landnotkunarreita felur í sér stefnu um landnotkun á viðkomandi svæði. Núverandi landnotkun kann að vera önnur og verður hún heimil áfram án þess að vera sérstaklega tilgreind í aðalskipulaginu svo fremi sem hún er í samræmi við gildandi heimildir og samþykktir. Frekari uppbygging, varanlegar breytingar eða ný starfsemi, sem ekki er í samræmi við stefnu aðalskipulagsins um landnotkun er hins vegar ekki heimil. Stefnu um landnotkun verður framfylgt með gerð deiliskipulags og framkvæmdum á grunni þess.

Landnotkunarreitir, s.s. íbúðarsvæði, sýna meginatriði og heildarmynd. Ekki eru skilgreind sérstök útfærsluatriði og smáatriði sem miðað er við að komi fram í deiliskipulagi viðkomandi svæða. Þetta á t.d. við um leikvelli, lítil opin svæði innan hverfis og landnotkun eða starfsemi sem er í samræmi við þann sveigjanleika sem skilgreindur er fyrir viðkomandi landnotkunarflokk (dæmi: verslun eða atvinnustarfsemi í íbúðarhverfi, sem ekki hefur neikvæð áhrif á nánasta umhverfi). Núverandi landnotkun eða starfsemi, sem ekki fellur að stefnu um landnotkun eða skilmálum viðkomandi landnotkunarreits, er ekki sérmerkt á uppdrætti.

Á mörgum skipulagsreitum er gert ráð fyrir óbreyttu ástandi – þ.e. engum meginbreytingum. Þar sem deiliskipulag er ekki fyrir hendi verða ekki gerðar breytingar á umhverfi nema með formlegri skipulagsgerð eða grenndarkynningu skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga þar sem um minni háttar framkvæmdir er að ræða. Sjá einnig ákvæði um fullbyggð svæði í kafla 3.1.1.FORSENDUR

Helstu forsendur skipulagsins eru teknar saman í forsenduhefti, sem er fylgiskjal með aðalskipulagstillögunni.

MARKMIÐLEIÐARLJÓS AÐALSKIPULAGSINS


Á Akranesi skulu vera góðar aðstæður fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, traustar samgöngur, fjölskylduvæn búsetuskilyrði og heilnæmt umhverfi í fallegum bæ.

MEGINMARKMIÐ


Lögð skal áhersla á vandað bæjarumhverfi með fallegri bæjarmynd sem hafi jákvæð áhrif á lífsgæði íbúa og auki aðdráttarafl bæjarins. Akraneskaupstaður leggur áherslu á öflugt og fjölbreytt atvinnulíf sem bæði byggist á hefðbundnum atvinnugreinum og nýsköpun. Á Akranesi skal vera fjölskylduvænt bæjarumhverfi sem mætir þörfum íbúa fyrir húsnæði, þjónustu, tómstundir, íþróttir og útivist. Stuðlað skal að fjölbreyttum möguleikum til náms og menningarstarfsemi. Í samræmi við áherslu á vandað bæjarumhverfi og fallega bæjarmynd skal stefnt að því að byggingar á Akranesi geti talist góð byggingarlist hvað snertir notagildi, tæknileg gæði og ásýnd (utilitas, firmitas, venustas)1. Hús skulu felld vel að landi og taka mið af umhverfi og staðháttum. Gæðamarkmið eiga við allar byggingar og skulu þessir þættir metnir við afgreiðslu byggingarleyfa.

 • Akranes á að vera áhugaverður og aðlaðandi bær sem nýtur nálægðar og tengsla við höfuðborgarsvæðið.
 • Á Akranesi eiga að vera fyrirmyndar aðstæður fyrir fjölskyldufólk, þ.e. gott, fallegt, barnvænt, öruggt og þroskandi uppeldisumhverfi fyrir börn og ungmenni í heilsueflandi samfélagi.
 • Viðhalda skal þeim jákvæðu eiginleikum bæjarumhverfisins sem ljá bænum sérstöðu og einkenni. Unnið verði að endurbótum á bæjarmynd og umhverfi þar sem þess er þörf m.a. með þéttingu byggðar. Með þéttingu byggðar er einnig leitast við að auka hagkvæmni í rekstri bæjarins.
 • Lögð skal áhersla á listræn vinnubrögð við mótun bæjarmyndarinnar og fegrun bæjarumhverfisins m.a. með skúlptúrum og útilistaverkum. Umhverfisstefna skal vera í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera bæjarfélagið sem vænlegast til búsetu og atvinnurekstrar fyrir núverandi og komandi kynslóðir með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
 • Akraneskaupstaður dragi eins og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum starfsemi sinnar á loftslagið og vinni að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga.
 • Grunnvatni verði ekki spillt í sveitarfélaginu og nægt grunnvatn varðveitt til framtíðarnota. Blágrænar ofanvatnslausnir verði hagnýttar þar sem þess er kostur til þess að viðhalda fjölbreytni lands og lífríkis og bæta fráveitukerfið.
 • Áhersla verði lögð á náttúruvernd og varðveislu menningarminja.
 • Fyrirtæki í Akraneskaupstað dragi eins og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfið og upplýsi íbúa um umhverfisþætti í rekstrinum.
 • Sjálfbær þróun og öryggi íbúa séu í fyrirrúmi við þróun samgangna í Akraneskaupstað.
 • Akraneskaupstaður verði í fararbroddi meðal íslenskra sveitarfélaga í úrgangsforvörnum og úrgangsmeðhöndlun með góða nýtingu auðlinda að leiðarljósi.
 • Áfram verði leitað leiða við að auka þátttöku almennings í skipulagsmálum, þannig að sjónarmið sem flestra komi fram.


LANDNOTKUN

Almenn ákvæði og skýringar

Í aðalskipulagi koma fram meginatrið um landnotkun og miðast merking á skipulagsuppdrætti við ráðandi landnotkun á viðkomandi reitum. Innra skipulag reita, lóðamörk, þéttleiki, nýtingarhlutfall eða byggingarmagn, blönduð landnotkun og gatnakerfi er og verður ákvarðað í deiliskipulagi.

Hver landnotkunarreitur aðalskipulagsins er merktur með númeri og bókstaf. Í lok hvers kafla er tafla með númeri, heiti, flatarmáli í hekturum (ha), lýsingu og sérákvæðum. Sett er fram stefna eða viðmiðun um byggðamynstur, starfsemi og þéttleika byggðar þar sem ástæða er til. Þéttleiki svæða, íb/ha (fjöldi íbúða á hvern hektara), á við brúttóflatarmál reita að miðlínum aðliggjandi gatna. Í mörgum tilvikum er ákvörðun um nýtingu vísað í deiliskipulag. Um hvern landnotkunarreit gilda því annars vegar almenn ákvæði um viðkomandi landnotkunarflokk og hins vegar sérákvæði um reitinn.

Fullbyggð svæði

Með fullbyggðum svæðum er átt við fullmótuð og frágengin svæði. Þar geta skipulagsákvæði vísað til gildandi deiliskipulags eða óbreytts ástands eftir því sem við á. Núverandi staða er viðmið um þéttleika og yfirbragð. Þar verður heimilt auk eðlilegrar endurnýjunar og endurbyggingar húsa og annarra mannvirkja að reisa viðbyggingar og nýbyggingar þar sem aðstæður leyfa og í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Eðlileg þróun fullbyggðra hverfa, endurnýjun og þétting á því að vera möguleg með stefnumörkun á deiliskipulagsstigi án breytingar á aðalskipulagi svo fremi sem breytingar eru í samræmi við megindrætti byggðarinnar, stefnu aðalskipulagsins og almenn ákvæði. Meiriháttar breytingar á landnotkun, nýtingu og yfirbragði byggðar kalla hins vegar á formlega breytingu á aðalskipulagi.

Uppbygging samkvæmt deiliskipulagi

Nýtingarhlutfall og þéttleiki byggðar verður ákveðinn á deiliskipulagsstigi í samræmi við stefnu aðalskipulagsins um byggðamynstur og yfirbragð viðkomandi svæðis. Þar sem deiliskipulag eldri hverfa er ekki fyrir hendi verða breytingar á byggð ákvarðaðar með gerð nýs deiliskipulags nema um sé að ræða minni háttar framkvæmdir eða frávik sem unnt er að afgreiða með grenndarkynningu.

Á þeim landnotkunarreitum þar sem hvorki nýting né byggðamynstur er tilgreint í sérákvæðum aðalskipulagsins er þeim þáttum vísað á deiliskipulagsstig. Þá verður lögð fram lýsing deiliskipulagsgerðar í upphafi skipulagsvinnu þar sem áherslur og markmið um skipulag viðkomandi svæðis, t.d. um þéttleika og yfirbragð byggðar, eru skilgreind nánar. Með kynningu lýsingar hefst samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila um mótun og gerð deiliskipulags.

Landnýting, þéttleiki byggðar

Landnýting er skilgreind ýmist með nýtingarhlutfalli eða reikningsstærðum s.s. fjölda íbúða og fjölda íbúða á flatareiningu (íb/ha, fjöldi íbúða á hektara) eftir því sem við á. Nýtingarhlutfall er hlutfall milli brúttóflatarmáls bygginga á viðkomandi svæði og flatarmáls svæðisins (N-brúttó) eða brúttóflatarmáls bygginga og flatarmáls lóðar (N-nettó). Byggðamynstur reita er tilgreint þar sem það á við, t.d. með vísun í húsagerðir og hæðir bygginga.

Samhengi aðalskipulags og deiliskipulags

Aðalskipulagið er stefnumarkandi um aðalatriði en umhverfismótunin felst í deiliskipulagi einstakra svæða. Meginatriði byggðamynsturs og yfirbragðs verða skilgreind í aðalskipulagi eftir því sem við á en útfærsla og ákvörðun um þéttleika, yfirbragð byggðar og íbúðafjölda verður ákvörðuð í deiliskipulagi í samráði við íbúa og hagsmunaaðila.

Útfærsla einstakra reita og minni háttar frávik eiga því ekki að leiða til stöðugra breytinga á aðalskipulagi eins og hætta er á ef nýtingarákvæði aðalskipulags eru of nákvæm.

Meginregla um framlagningu lýsingar vegna deiliskipulagsgerðar kemur í stað nákvæmra skilmála um nýtingarhlutfall í aðalskipulagi.


Íbúðarbyggð (ÍB)


 • Stefnt er á að vöxtur íbúðarbyggðar verði innan þjóðvegar á skipulagstímabilinu og taki mið af „20 mínútna bænum“.
 • Ávallt verði nægt framboð byggingarlóða, bæði fyrir íbúðarhús og hvers kyns atvinnuhúsnæði.
 • Gert verði ráð fyrir blöndun húsagerða og íbúðagerða í nýjum íbúðarhverfum.

Þéttleiki byggðarinnar

Í framreiknuðum forsendum fyrir aðalskipulagstillögunni er miðað við að íbúafjöldi á Akranesi í lok skipulagstímabilsins verði 8.100-9.700. Miðað við 9.000 íbúa verður þörf fyrir um 840-1.100 nýjar íbúðir á tímabilinu. Á nýjum byggingarsvæðum og þróunar-/þéttingarsvæðinu innan byggðar er rými fyrir um 1.200 – 1.500 nýjar íbúðir.

Íbúðarbyggð er fyrst og fremst á íbúðarsvæðum (ÍB) og miðsvæðum (M).

Miðað er við að vöxtur byggðar á Akranesi næstu áratugi verði fyrst og fremst í Skógahverfi, á Dalbrautarreit og á Sementsreit, þ.e. innan þjóðvegar í beinu samhengi við núverandi byggð. Í skipulagsáætluninni er áhersla lögð á að ný íbúðarhverfi verði nokkuð þéttari en sú íbúðarbyggð sem risið hefur síðustu áratugina. Meðalþéttleiki núverandi íbúðarsvæða, gamalla og nýrra, er um 15,5 íb/ha en stefnt er að því að í nýjum íbúðarhverfum innan þjóðvegar verði meðalþéttleiki 18-25 íb/ha. Á Sementsreit kemur þétt blönduð byggð sem tengist vel gamla miðbænum.

Talsverðir uppbyggingarmöguleikar eru innan núverandi byggðar þar sem víða er unnt að nýta betur vannýttar lóðir, endurnýja byggð sem gengið hefur úr sér og endurnýta land sem þjónar ekki lengur nægilega vel upphaflegu hlutverki sínu. Sementsreiturinn er stærsta og mikilvægasta dæmið um slíka endurnýjun og endurnýtingu lands. Í gamla bænum og á miðbæjarsvæðum eru möguleikar á slíkri endurnýjun byggðar og þéttingu byggðarinnar t.d. með byggingu nýrra íbúðarhúsa. Nánar er fjallað um miðbæjarsvæði í kafla 3.3. Vinna þarf deiliskipulag allra þéttingarsvæða þar sem hugsanlegir uppbyggingarkostir verða skilgreindir. Haft skal samráð við nágranna og aðra hagsmunaaðila við skipulagningu þeirra og taka mið af húsakönnun og mati á gæðum og varðveislugildi núverandi byggðar.

Mótun nýrrar byggðar, bæði í nýjum íbúðarhverfum og inni í gamla bænum, skal miðast að því að bæta bæjarmynd Akraness og styrkja þá jákvæðu eiginleika sem bæjarumhverfið hefur. Einnig skal stefnt að því að lagfæra ásýnd bæjarins á þeim svæðum sem bæjarmyndin er sundruð og sundurlaus.

Með þéttingu byggðar, nýtingu óbyggðra eða vannýttra svæða innan núverandi byggðar og sértaklega með uppbyggingu á Sementsreit og Dalbrautarreit er stuðlað að góðri nýtingu þjónustukerfa, bæði tæknilegra (t.d. vegir og veitur) og félagslegra (t.d. skólar og opinber þjónusta) þannig að hluta nýrrar byggðar megi reisa án teljandi breytinga eða mikilla fjárfestinga í götum og öðrum þjónustukerfum.

Á Dalbrautarreit (141-ÍB) og við Ægisbraut (134-ÍB) er gert ráð fyrir endurnýjun byggðar með blandaðri byggð með íbúðum á efri hæðum og möguleika á atvinnustarfsemi á jarðhæð.

Vaxtarmöguleikar til framtíðar

Gert er ráð fyrir að svæði 318 og 326 geti nýst undir byggð síðar, þ.e. eftir lok skipulagstímabilsins. Svæði 318 norðan Kalmansvíkur er um 30 ha og svæði 326 í Innsta-Vogi er um 32 ha. Á þessum svæðum gætu rúmast um 1.100-1.550 íbúðir með allt að 3.900 íbúum. Svæðin eru afmörkuð sérstaklega og skilgreind sem opið svæði. Ekki verði þar gert ráð fyrir landnotkun sem komið geti í veg fyrir framtíðarnýtingu svæðanna undir byggð.

Byggingarsvæði fyrir nýja íbúðayggð. Svæði 318 og 326 koma til álita eftir lok skipulagstímabilsins.


Íbúðarsvæði og miðbæjarsvæði með íbúðarbyggð


Áfangaskipting

Þau íbúðarsvæði, sem sýnd eru í skipulagstillögunni, rúma fleiri íbúa og íbúðir en reiknað er með að þurfi á skipulagstímabilinu. Með því fæst svigrúm til þess að skipa byggingarsvæðum í áfangaröð þannig að boðið verði upp á sem fjölbreyttast úrval byggingarlóða. Með því að nýta þéttingarsvæði innan núverandi byggðar (t.d. Sementsreit) samtímis nýjum byggingarsvæðum (Skógahverfi) verður á hverjum tíma hægt að bjóða upp á ólíka búsetukosti.

Byggingarsvæðum er ekki raðað í ákveðna áfangaröð í aðalskipulagi umfram þau sjónarmið sem fram koma hér og í kafla um þéttleika byggðar.

Ákvæði

Á íbúðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð.

Nýting einstakra svæða, lóða og opinna svæða s.s. leiksvæða innan íbúðarhverfa er ekki sýnd sérstaklega í aðalskipulagi. Í deiliskipulagi hverfa og byggingaráfanga verður gerð nánari grein fyrir innra skipulagi þeirra svo og notkun og nýtingarhlutfalli einstakra lóða og svæða og heimildum fyrir atvinnustarfsemi.

Ítrekað skal meginmarkmið í kafla 2.2. um gæði bygginga og góða byggingarlist.Svæði fyrir atvinnustarfssemi - miðbæ, stofnanir, verslun og þjónustu, hafnarsvæði og önnur athafnasvæði ásmt íbúðarsvæðum með umtalsverðri blöndun með atvinnustarfssemi.Miðsvæði (M)


Afmörkun miðbæjar og miðsvæða er breytt til þess að auka vægi gamla miðbæjarins og vegna tengingar hans við uppbyggingu á Sementsreit.
 • Lögð verður áhersla á endurlífgun og uppbyggingu gamla miðbæjarins.
 • Stefnt skal að því að meginhluti verslunar og þjónustu verði innan miðbæjarsvæðis.
Miðsvæði eru svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjóna heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi. Þar er gert ráð fyrir verslunum, skrifstofum, þjónustustofnunum, hótelum, veitinga- og gistihúsum, menningarstofnunum, íbúðum og annarri atvinnustarfsemi sem samræmist yfirbragði, eðli og hlutverki svæðisins.

Miðað er við að í miðbæ Akranes verði fjölbreytt blanda þjónustu- og atvinnustarfsemi og íbúðarbyggðar. Fyrirkomulag og umfang íbúðarbyggðar er og verður ákvarðað í deiliskipulagi viðkomandi svæða. Uppbygging miðbæjarins skal miða að því að móta skjólgóða byggð með bæjareinkennum og bæjarbrag.

Miðbæjarsvæði Akraness er annars vegar línulegur miðbær frá Skólabraut um Kirkjubraut að Stillholti og hins vegar hluti Sementsreits, sem tengjast Akratorgi. Miðbænum er skipt í fjögur svæði eftir stöðu, eiginleikum og áformum um skipulag og uppbyggingu.Svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ)


 • Að óbreyttu er stefnt að því að Smiðjuvellir þróist í að verða blanda verslunar/þjónustu- og athafnasvæðis. Þar verði þar einkum gert ráð fyrir verslun og þjónustu sem ekki á heima í miðbæ. Meginhluti svæðisins er skilgreindur sem athafnasvæði. Smiðjuvallasvæðið er afmarkað sem þróunarsvæði. Til álita kemur að þar verði blönduð byggð íbúða og fjölbreyttar atvinnustarfsemi.
 • Unnið verði markvisst að uppbyggingu ferðaþjónustu með áherslu á frekari eflingu þeirra stofnanna og svæða sem nú þegar búa yfir aðdráttarafli fyrir ferðamenn. Lögð verður áhersla á sögu sjávarútvegs og íþrótta auk almennrar útivistar við frekari uppbyggingu afþreyingar fyrir ferðamenn.
Auk verslunar og þjónustufyrirtækja er á þessum svæðum t.d. gert ráð fyrir hótelum, gistiheimilum, veitingahúsum, skemmtistöðum og bensínstöðvum. Almennt er ekki heimilt að hafa íbúðir á svæðum fyrir verslun og þjónustu.

Ekki er gert ráð fyrir breytingum á núverandi stöðu verslunar- og þjónustusvæða. Gert er ráð fyrir auknu vægi verslunar og þjónustu á athafnasvæðinu 144-AT við Smiðjuvelli og Kalmansvelli (sjá kafla 3.6) auk verslunarlóðar 146-VÞ nyrst á því svæði. Þar verði fyrst og fremst gert ráð fyrir verslun með fyrirferðarmikla vöru sem ekki á heima í miðbæ (byggingarefni, bílar o.þ.h.) auk almennrar atvinnustarfsemi annarrar. Auk þess er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á svæði 141-ÍB (Dalbrautarreit) með möguleika á atvinnu- og þjónustustarfsemi á jarðhæð. Í deiliskipulagi Skógarhverfis (223-ÍB) er gert ráð fyrir blandaðri byggð þar sem mögulegt er samkvæmt deiliskipulagi að koma fyrir verslun og atvinnustarfsemi á jarðhæð nokkurra húsa við Asparskóga.

Í samræmi við markmið um uppbyggingu og styrkingu miðbæjar skal markvisst leitast við að beina sérverslunum og dæmigerðri miðbæjarstarfsemi inn á miðbæjarsvæði 115-M, 116-M og 118-M.Samfélagsþjónusta (S)


 • Í aðalskipulagi skal tryggja aðstöðu fyrir öflugt og nútímalegt skólastarf á öllum skólastigum.
 • Lögð skal áhersla á áframhaldandi uppbyggingu safnasvæðisins að Görðum, þ.e. safnanna, umhverfis þeirra og aðkomu.
 • Menningarstofnanir verði aðgengilegar og hafi ákveðinn sess í bæjarmynd og bæjarlífi.
 • Í aðalskipulagi skal gert ráð fyrir frekari þróun sjúkrahússins og tengdrar starfsemi á lóð núverandi sjúkrahúss.
 • Metnaður verði lagður í frágang þess umhverfis sem börn alast upp í, þ.e. íbúðarhverfa, skólalóða og íþróttasvæða.
Á svæðum fyrir samfélagsþjónustu er gert ráð fyrir stofnunum og fyrirtækjum, sem óháð eignaraðild veita almenna þjónustu við samfélagið, svo sem menntastofnunum, heilbrigðisstofnunum, menningarstofnunum, félagslegum stofnunum, trúarstofnunum og öðrum þjónustustofnunum ríkis, sveitarfélaga eða annarra aðila.

Engin áform eru um breytingar á stofnanasvæðunum. Miðað við líklegar breytingar á aldurssamsetningu og fjölskyldugerð verða æ fleiri íbúar og íbúðir á bak við hvern leikskóla og grunnskóla. Líkur eru á því að skólabörnum fjölgi lítið þrátt fyrir að áætlun um íbúafjölgun gangi eftir. Gert er ráð fyrir grunnskóla og leikskóla í Skógahverfi vegna stærðar þess. Hlutfallstala aldraðra hækkar þó nokkuð þannig að þjónusta við þá verður umfangsmeiri en nú er. Með breyttum áherslum í öldrunarþjónustu, sem miða að því að aldraðir búi við góðar aðstæður á eigin heimili sem lengst, ætti öldrunarþjónusta að geta rúmast innan núverandi stofnanasvæða.

Sambýli og sérhæfðar íbúðir s.s. fyrir fatlaða og aldraða eru eðlilegur hluti íbúðarhverfa og því ekki skilgreindrar sérstaklega í aðalskipulagi.Athafnasvæði (AT)


 • Sköpuð verði skilyrði til framþróunar atvinnulífs og fjölgunar starfa í bæjarfélaginu. Einnig er stefnt á frekari uppbyggingu á athafnasvæðinu á Grundartanga í samvinnu við nágrannasveitarfélögin.
 • Sett verði fram skýr stefna um skilgreiningu atvinnusvæða. Í deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæða verði leitast við að gera ráð fyrir sérstökum svæðum fyrir fyrirtæki í matvælavinnslu og matvælaiðnaði til þess að komast hjá hagsmunaárekstrum milli ólíkra atvinnugreina. Sérstök ákvæði verði sett um starfsemi á slíkum atvinnusvæðum.
 • Stefnt er að uppbyggingu grænna iðngarða í Flóahverfi.
 • Að óbreyttu er stefnt að því að Smiðjuvellir þróist í að verða blanda verslunar/þjónustu- og athafnasvæðis. Þar verði þar einkum gert ráð fyrir verslun og þjónustu sem ekki á heima í miðbæ. Meginhluti svæðisins er skilgreindur sem athafnasvæði.


Smiðjuvallasvæðið er afmarkað sem þróunarsvæði. Til álita kemur að þar verði blönduð byggð íbúða og fjölbreyttar atvinnustarfsemi.

Á athafnasvæðum er heimil starfsemi þar sem lítil hætta er á mengun svo sem iðnfyrirtæki, verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir svo og atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, stórra útisvæða eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður. Almennt er ekki gert ráð fyrir íbúðum á athafnasvæðum öðrum en þeim, sem tengjast beint viðkomandi starfsemi s.s. fyrir húsverði.

Í deiliskipulagi núverandi og nýrra athafnasvæða skal taka mið af markmiðum bæjarstjórnar um sérhæfð svæði þannig að komist verði hjá hagsmunaárekstrum ólíkra atvinnugreina.

Í Flóahverfi er gert ráð fyrir s.k. grænum iðngörðum (Eco Insdustrial Park, EIP) en það er klasi fyrirtækja sem leitast við að ná fram umhverfislegum, efnahagslegum og félagslegum ávinningi með samstarfi um stjórn umhverfis- og auðlindamála.

Matvælafyrirtækjum sem háð eru gæðum nánasta umhverfis eða kunna að hafa í för með sér verulega takmörkun á starfsemi í næsta nágrenni verði beint á iðnaðarsvæði 312-I í Flóahverfi.

Þar sem nauðsynlegt er að koma fyrir eða nýta gáma á lóðum fyrirtækja skal það gert í samráði við byggingarfulltrúa. Gætt skal að eldvörnum þannig að ekki verði hætta á að eldur geti borist frá þeim í aðliggjandi hús. Enn fremur skal þess gætt að aðgengi slökkviliðs að aðliggjandi húsum sé ekki torveldað og fengið leyfi frá aðliggjandi lóðarhöfum ef gámar eru settir á lóðamörk.

Á svæði 134-Íb við Ægisbraut er gert ráð fyrir blandaðri byggð þar sem gert er ráð fyrir atvinnustarfsemi á jarðhæðum en íbúðum á efri hæðum bygginga.

Umfang nýrra athafnasvæða í Flóahverfi og Kirkjutungu eru umfram áætlaða landþörf fyrir ný störf á skipulagstímabilinu en í afmörkun þeirra felst viðbúnaður til þess að geta tekið við nýjum fyrirtækjum sem ekki eiga heima í nálægð við íbúðarbyggð eða miðbæ svo og fyrirtækjum sem þurfa meira landrými en svo að rúmist í byggðinni innan þjóðvegar.Iðnaðarsvæði (I)


Á iðnaðarsvæðum á Akranesi er annars vegar gert ráð fyrir veitumannvirkjum og hins vegar starfsemi sem talin er geta haft neikvæð áhrif á umhverfi sitt. Þar er um að ræða:
 • veitumannvirki vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu (skólpdælu- og hreinsistöðvar).
 • iðnaðarstarfsemi eða starfsemi sem er talin geta haft mengun í för með sér.
 • endurvinnslustöðvar, brennslustöðvar, förgunarstöðvar, sorpurðunarsvæði, flokkunarmiðstöðvar og birgðastöðvar fyrir mengandi efni.
Rekstri sementsverksmiðjunnar hefur verið hætt og meginhluti bygginga hennar fjarlægður. Helsta iðnaðarsvæði bæjarins er nú í Höfðaseli (314-I, 315-I og 316-I) og framtíðarsvæði í Flóahverfi (312-I). Flatarmál svæðanna er umfram áætlaða landþörf vegna nýrra starfa í iðnaði á skipulagstímabilinu. Í þessum svæðum felst viðbúnaður til þess að geta tekið við iðnfyrirtækjum hvers konar, sem ekki rúmast innan núverandi iðnaðarsvæða. Í deiliskipulagi svæðanna skal taka mið af markmiðum bæjarstjórnar um sérhæfð svæði og áformum um græna iðngarða (EIP) þannig að komist verði hjá hagsmunaárekstrum ólíkra atvinnugreina.

Á iðnaðarsvæði Flóahverfis 312-I er heimilt að gera ráð fyrir klasa matvælafyrirtækja sem háð eru gæðum nánasta umhverfis eða kunna að hafa í för með sér verulega takmörkun á starfsemi í næsta nágrenni.

Þar sem nauðsynlegt er að koma fyrir eða nýta gáma á athafnasvæðum iðnaðarlóða skal það gert í samráði við byggingarfulltrúa. Gætt skal að eldvörnum þannig að ekki verði hætta á að eldur geti borist frá þeim í aðliggjandi hús. Enn fremur skal þess gætt að aðgengi slökkviliðs að aðliggjandi húsum sé ekki torveldað og fengið leyfi frá aðliggjandi lóðarhöfum ef gámar eru settir á lóðamörk.

Veitumannvirki eru á sérhæfðum iðnaðarsvæðum. Ekki er heimilt að hafa þar aðra iðnaðarstarfsemi. Þetta á við aðveitustöð rafveitu, dælustöðvar og hreinsistöð fráveitu. Þær dælustöðvar, sem ekki lenda innan marka annarra iðnaðarsvæða, eru merktar með punkti. Dælustöðvarnar eru litlar og að öllu leyti neðanjarðar þannig að þær hafa sem næst engin sýnileg áhrif á umhverfi sitt. Hreinsistöð fráveitu og útrás er við Ægisbraut (135-I).Efnistöku- og efnislosunarsvæði (E)

 • Unnið verði áfram að því að minnka umfang sorps til förgunar m.a. með flokkun og endurvinnslu. Markmið um úrgang og úrgangsmeðhöndlun eru í umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
 • Úrgangsflokkun og meðhöndlun verði sett í samhengi við rekstur grænna iðngarða (EIP).
Ákvæði um efnistöku og efnislosun eru tímabundin eða magnbundin og eiga ekki við um endanlega landnotkun á viðkomandi svæði. Svæðin eru því ekki merkt sem landnotkunarreitir heldur með E-nr og sýnd sem strikaður flötur ofan á núverandi eða fyrirhugaðri landnotkun að efnisnámi eða efnislosun lokinni.

Efnistökusvæði

Efnistökusvæði eru svæði þar sem fram fer eða fyrirhuguð er efnistaka eða efnisvinnsla, svo sem malarnám, sandnám, grjótnám, gjallnám eða vikurnám. Efnislosunarsvæði eru svæði á landi, í sjó, ám eða vötnum þar sem fram fer eða fyrirhuguð er landfylling eða losun jarðefna, sem eru hrein og ómenguð, svo sem jarðefni sem til falla vegna byggingarframkvæmda.

Engin efnistökusvæði eru innan bæjarmarka.

Landfyllingar

Landfyllingar sem eru áætlaðar 5 ha eða stærri og kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif ber að tilkynna til Skipulagsstofnunar skv. ákvæðum laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Gert er ráð fyrir landfyllingum á hafnarsvæði 102-H og verslunar- og þjónustusvæði 103-VÞ. Tákn fyrir efnislosun/landfyllingu (skástrikun) er lagt yfir fyrirhugaða landnotkun (hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði).

Efnislosun og sorpförgun

Á svæði E-3 vestan skógræktarinnar í Slögu verður heimilt að losa jarðefni, mold, t.d. úr húsgrunnum og gatnagerð og nýta til landmótunar. Unnið skal deiliskipulag og áætlun um landmótun.

Heimilt er að nýta jarðveg t.d. úr húsgrunnum og gatnagerð í jarðvegsmanir, sem gert er ráð fyrir í umgjörð athafna- og iðnaðarsvæða norðan þjóðvegar svo og í landmótun á opnum svæðum og útivistarsvæðum án sérmerkingar í aðalskipulagi. Sum svæðanna eru skilgreind sem skjólbelti (-SL).

Efnislosun fyrir óvirkan úrgang var á svæði 316-OP við Berjadalsá. Svæðinu hefur verið lokað. Ekki eru önnur sorpförgunarsvæði á Akranesi.Afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) • Gert verði ráð fyrir þjónustu við ferðamenn og aðstöðu í góðum tengslum við útivistarsvæði bæjarins í Garðalundi.
Afþreyingar- og ferðamannasvæði eru svæði fyrir aðstöðu og móttöku ferðafólks, þ.m.t. þjónustumiðstöðvar á hálendi og verndarsvæðum, fjallaskálar, tjald- og hjólhýsasvæði og skemmtigarðar.

Tjaldsvæði er í Kalmansvík og er þar gert ráð fyrir möguleika á byggingu lítilla gistiskála fyrir ferðamenn. Við Guðlaugu, baðlaug á Langasandi, verður byggð frekari aðstaða fyrir baðgesti. Að auki er gert ráð fyrir að Breiðin með minjum um horfna atvinnuhætti, gamla og nýja vitanum, sem er einstakur útsýnisstaður, verði aðdráttarafl ferðamanna. Ferðamannaaðstaða í Garðalundi er á svæði sem skilgreint er sem opið svæði.Íþróttasvæði (ÍÞ) • Unnið verði áfram að uppbyggingu fjölbreyttrar íþróttaaðstöðu með áherslu á holla hreyfingu, almenningsíþróttir, skipulagt og þroskandi unglingastarf og keppnis- og afreksíþróttir. Haldið verði áfram uppbyggingu skóla- og íþróttasvæðis í Skógahverfi.
Íþróttasvæði eru stór sérhæfð svæði fyrir íþróttamannvirki svo sem skeiðvellir og hesthúsabyggð, akstursíþróttasvæði, skotæfingasvæði, golfvellir og stærri íþróttamiðstöðvar. Á svæðunum geta verið viðeigandi byggingar, stórar sem smáar sbr. skipulagsákvæði viðkomandi svæðis og deiliskipulag.Kirkjugarðar og grafreitir (K)

Gamall kirkjugarður er í Görðum. Gert er ráð fyrir stækkun hans til vesturs yfir svæði sem áður var möguleg kirkjulóð.Opin svæði, útivistarsvæði (OP)


 • Sérstök áhersla skal lögð á að gera útivistarsvæði bæjarins aðgengileg og eftirsótt. Þau skulu tengd saman sem heild með stígakerfi bæjarins.
Sem opin svæði flokkast skrúðgarðar, útivistarsvæði, leiksvæði, opið óbyggt land með sérákvæðum og opið land án skilgreindra nota. Stór hluti lands utan byggðarinnar er skilgreindur sem opin svæði, m.a. gömul ræktarlönd. Einnig eru nokkur opin svæði innan byggðarinnar sem nýtast m.a. sem leiksvæði. Hluti óbyggðra svæða eru verndarsvæði (friðland í Innstavogsnesi og hverfisverndarsvæði með ströndinni) og gilda þar sérstök ákvæði.

Hefðbundnar nytjar á opnum óbyggðum svæðum haldast eins og verið hefur. Heimilt er að nýta óbyggð svæði sem garðlönd og til beitar þar sem aðstæður leyfa. Stefnt skal að því að öll beit á Akranesi verði innan girðinga eða í beitarhólfum. Beit skal hagað með hliðsjón af beitarþörf og gróðurverndarmarkmiðum, m.a. um endurheimt votlendis og að komið verði í veg fyrir ofbeit í samvinnu við hagsmunaaðila.

Innan óbyggðra svæða er heimilt að leggja reiðstíga og göngustíga og byggja upp nauðsynlega aðstöðu vegna útivistar s.s. aðkomuleiðir, bílastæði og salernisaðstöðu eða aðrar byggingar sbr. skipulagsákvæði viðkomandi svæðis. Það fer eftir umfangi hvort vinna þarf deiliskipulag vegna slíkrar mannvirkjagerðar.

Opin svæði án skilgreindra nota umfram almenn ákvæði sbr. skipulagsreglugerð eru merkt OP án númers. Opin svæði með sérstökum ákvæðum eru merkt með staðgreininúmeri á sama hátt og aðrir landnotkunarreitir.

Svæði sem nýtast til útivistar, leikja og íþrótta.
Hafnir (H)


 • Stefnt er að stækkun hafnarsvæðisins með gerð landfyllingar til að laða að hafnsækna starfsemi, þar á meðal ferðaþjónustu, og tryggja þróun útgerðar og fiskvinnslu á Akranesi. Tryggja skal fjölbreytilegt lóðaframboð á hafnarsvæðum.


Á hafnarsvæðum er gert ráð fyrir hafnarmannvirkjum hvers konar og hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu, matvælavinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum, farþegaflutningum, skipasmíði og skipaviðgerðum. Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbúðum á hafnarsvæðum. Þó er, í undantekningartilvikum, unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdum starfsemi fyrirtækja, s.s. fyrir húsverði.

Hafnir sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um eru ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum skv. 1. viðauka við reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr. 671/2000.

Matvælafyrirtækjum sem háð eru gæðum nánasta umhverfis eða kunna að hafa í för með sér verulega takmörkun á starfsemi í næsta nágrenni verði beint á iðnaðarsvæði 312-I (sbr. ákvæði i kafla 3.7).

Tvö hafnarsvæði eru á Akranesi; 102-H, Akraneshöfn og 120-H, skipasmíðastöð við Lambhúsasund. Svæði 102-H var minnkað verulega með breytingu 2017 þar sem Skarfatangahöfn var felld út. Nú er landfylling sunnan aðalhafnargarðsins mótuð á annan hátt en áður þannig að hún nær ekki að Skarfavör. Alls verður landfylling og lenging bryggjunnar um 6 ha. Sjá einnig kafla 3.8.2 um landfyllingar. Gert er ráð fyrir því að fyllingin muni hafa góð áhrif á hafnarskilyrði og skiptir stefna varnargarðsins máli í því tilliti.

Sjór innan hafnarmannvirkja telst hluti hafnarsvæðisins og er sýndur með ljósbláum lit á uppdrætti. Uppgefið er flatarmál á landi en hafnarsvæðið allt er um 24 ha. Breytingar á mannvirkjum innan hafnarsvæðisins, t.d. á bryggjum og varnargörðum innan hafnar, skal ákveða í deiliskipulagi og krefjast þær ekki breytingar á aðalskipulagi. Skipulag hafnarsvæða skal unnið í samráði við hafnarstjórn.

Akranesviti er utan hafnarsvæða, þ.e. á strandsvæði á Breiðinni. Krossvíkurviti, sem nýttur er sem innsiglingarljós, er á íþróttasvæði 206-ÍÞ.Skógræktar- og landgræðslusvæði (SL)Svæði fyrir skógrækt og landgræðslu, svo sem nytjaskógrækt, fjölnytjaskógrækt, landbótaskógrækt, skjólbelti, landgræðsluskógrækt, skipulagða landgræðslu og aðra uppgræðslu. Skógræktarsvæði á Akranesi eru fyrst og fremst skjólbelti, útivistarsvæði og yndisskógar.

Engin landgræðslusvæði eru á Akranesi. Talsverð skógrækt er í Garðaflóa. Gamla skógræktin í Garðalundi er verðmætt útivistarsvæði og er merkt sem opið svæði (230-OP) og skógræktarsvæði norðan hans verða m.a. nýtt sem garðlönd (231-OP). Mörkum skógræktarsvæða verður breytt með stækkun Skógahverfis og verður það vegið upp með aukinni skógrækt í jaðri hverfisins. Vaxandi skógur mun einkenna mörk byggðarinnar og skýla henni fyrir norðanvindum auk þess sem hann mun verða útivistarsvæði í nálægð nýrrar íbúðarbyggðar. Gert er ráð fyrir minni háttar mannvirkjum s.s. aðstöðuhúsum og salernum auk stíga og aðkomuleiða.Óbyggð svæði (ÓB)


Óbyggð svæði eru svæði þar sem hvorki er gert ráð fyrir búsetu né atvinnustarfsemi, svo sem hálendi, heiðar og afréttir, að mestu án mannvirkja annarra en þeirra sem þjóna útivist, afréttarnotum, öryggismálum og fjarskiptum. Land ofan 100 m h.y.s. í Akrafjalli er skilgreint sem óbyggt svæði (ÓB). Óbyggð svæði innan byggðar á Akranesi eru skilgreind sem opin svæði (OP).Vatnsból (VB, VG, VF)


Brunnsvæði og grannsvæði vatnsbóla innan bæjarmarka eru í Slögu í landi Óss undir vesturhlíð Akrafjalls. Önnur vatnsból og meginhluti grann- og fjarsvæða vatnsbóla eru í Hvalfjarðarsveit. Vatnsverndarsvæðum er skipt í þrjá flokka og eru þau merkt VB, VG og VF á skipulagsuppdrætti. Um vatnsból og vatnsverndarsvæði gilda m.a. ákvæði reglugerða nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 536/2001 um neysluvatn og nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns (m.s.br).

Brunnsvæði VB
I. flokkur verndarsvæðis: Brunnsvæði skal algjörlega friðað fyrir óviðkomandi umferð, framkvæmdum og starfsemi annarri en þeirri, sem nauðsynleg er vegna vatnsveitunnar. Vatnsból og mannvirki skulu afmörkuð með girðingu eða öryggi tryggt á jafngildan hátt.

Grannsvæði VG
II. Flokkur verndarsvæðis: Á grannsvæðum vatnsbóla er notkun á hættulegum efnum og birgðageymsla slíkra efna bönnuð. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn. Ekki skal leyfa nýjar byggingar, sumarbústaði eða þess háttar á svæðinu. Vegalagnir, áburðarnotkun og önnur starfsemi innan svæðisins skal vera undir ströngu eftirliti.

Fjarsvæði VF


Fjarsvæði vatnsbóla Akraneskaupstaðar eru utan sveitarfélagsmarka. Þau eru aðalákomusvæði fyrir þá grunnvatnsstrauma sem liggja að vatnsbólum. Öll landnot verða að falla að forsendum vatnsverndar. Þar sem vitað er um sprungur eða misgengi skal fyllstu varúðar gætt í meðferð efna, sem mengað geta grunnvatn. Ákvæði um fjarsvæði eru í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.Sérstök notkun haf- og strandsvæða (SN)


Haf- og strandsvæði til sérstakra nota eru innan netlaga á hafi og vatni þar sem sérstaklega þarf að gera ráð fyrir tilteknum notum, t.d. veiðum, fiskeldi eða siglingaleiðum.

Á Akranesi eru hafsvæði við Akraneshöfn og innsigling að Grenjum um Lambhúsasund sett í þennan flokk, þ.e.a.s. siglingaleiðir. Engin sérákvæði eru sett um svæðin.Strandsvæði (ST)Strandsvæði eru innan netlaga og meðfram sjó, ám eða vötnum þar sem aðgengi almennings skal tryggt og mannvirkjagerð haldið í lágmarki.

Óbyggð svæði milli byggðar (landnotkunarreita) og sjávar eru skilgreind sem strandsvæði. Hluti þeirra nýtur hverfisverndar og gilda þar hverfisverndarákvæði. Svæðin eru ónúmeruð en merkt ST.

Tryggja skal útivistargildi svæðanna og aðgengi almennings t.d. með stígagerð og áningarstöðum. Sjóvarnargarðar eru heimilir á strandsvæðum sbr. kafla 4.4.1, svo og mannvirki veitukerfa samkvæmt skipulagi, vitar og siglingamerki.Þróunarsvæði


Afmörkuð eru þrjú þróunarsvæði þar sem unnið er að stefnumörkun um framtíðar nýtingu og skipulag. Landnotkunarreitir innan þróunarsvæðanna eru á þessu stigi skilgreindir út frá gildandi aðalskipulagi og þeim þróunarhugmyndum, sem fram hafa komið við endurskoðun aðalskipulagsins. Miðað er við að aðalskipulagi innan þróunarsvæðanna verði breytt gefi ný og breytt áform á grunni þróunaráætlana eða samkeppni tilefni til þess.

Skipulagsuppdráttur - þróunarsvæði A, B og C.


Þróunarsvæði A, Breiðin og nágrenni
Þróunarsvæði A nær yfir landnotkunarreiti á Breið, hafnarsvæði 102 og inn á aðliggjandi svæði, alls um 22 ha. Fyrir liggja fyrstu tillögur að framtíðarsýn um svæðið, sem unnar hafa verið af ráðgjafasviði KPMG í samvinnu við fulltrúa bæjarins og hagsmunaaðila á Akranesi. Lykil áherslur er efling samfélags, atvinnulífs og sjálfbærni. Horft er til sögu, styrkleika svæðisins og alþjóðlegra strauma við mótun stefnunnar.

Horft er m.a. til eftirfarandi landnotkunar:
 • Rannsóknar, nýsköpunar, hátæknistarfsemi ásamt samvinnurými til að laða til sín ungt skapandi og efnilegt fólk. Nýta tækifæri tengt 4. iðnbyltingunni með að tengja saman einstaklinga með verkvit, hugvit og viðskiptavit. Áhersla á nýsköpun tengdri stærstu atvinnugreinum Akranes til að byggja á því sem er nú þegar til staðar í nýsköpun í sjávarútvegi, iðnaði og heilbrigðisþjónustu.
 • Heilsutengd ferðaþjónusta með heilsuhóteli, veitingarhúsi og útivistarsvæði fyrir heilsugarða sem gæti verið miðstöð sjóbaða á Íslandi.
 • Heilsa og heilbrigðismál með blandaðri byggð, íbúðasvæði, skrifstofurými og ýmis þjónusta með áherslu á að bæta vellíðan, heilsu og félagslega virkni.
 • Hafsækin starfsemi með nýsköpun í sjávarútvegi, nýtingu tækifæra sem búa í jaðartegundum.
 • Öðrum þáttum sem kunna að koma fram eftir því sem þróunarverkefninu vindur fram.

Þróunarsvæði B, Langisandur – Leynir
Þróunarsvæði B er rúmlega 30 hektarar að flatarmáli. Stór hluti þess er innan hverfisverndar í gildandi aðalskipulagi. Það tekur yfir útivistarsvæði frá Leynisfjöru um Sólmundarhöfða og Langasand að Faxabraut, aðliggjandi landnotkunarreiti, sem eru íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum (206 ÍÞ), íbúðarbyggð á Sólmundarhöfða (209 og 210 Íb), hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði (208 S), og nær inn á aðliggjandi fjölbýlishúsalóðir við Garðabraut, Höfðabraut og Jaðarsbraut.

Haldin var hugmyndasamkeppni um nýtingu svæðisins 2021. Ekki liggja fyrir breyttar áætlanir um nýtingu og útfærslu svæðisins á þessu stigi.

Þróunarsvæði C, Smiðjuvallasvæði
Þróunarsvæði C er um 17 hektarar að flatarmáli. Stærstur hluti þess er athafnasvæði við Smiðjuvelli og Kalmansvelli. Þar er fjölbreytt starfsemi með iðnfyrirtækjum, verslun og þjónustufyrirtækjum, stórum og smáum. Svæði er að hluta vannýtt og óbyggt.

Við gerð þróunaráætlunar verða m.a. skoðaðir möguleikar á þéttri blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Forsendur breytinga eru annars vegar möguleikar á tilfærslu og uppbyggingu plássfrekrar atvinnustarfsemi og fyrirtækja, sem hafa áhrif á umhverfi sitt upp í Flóahverfi eða Kirkjutungu og hins vegar að stór hluti nýrra starfa í verslun, þjónustu og skapandi greinum verður í fyrirtækjum sem vel geta verið í nábýli við íbúðarbyggð og á það einnig við hluta þeirrar starfsemi sem fyrir er á svæðinu.VERNDARÁKVÆÐI OG TAKMÖRKUN Á LANDNOTKUN
Náttúruvernd

  Unnið verði markvisst að skipulags- og umhverfismálum í anda sjálfbærar þróunar svo að gætt verði jafnvægis í umhverfislegum, efnahagslegum og félagslegum þáttum með það að markmiði að gera bæjarfélagið sem vænlegast til búsetu og reksturs fyrirtækja.
 • Í samræmi við áherslur og framkvæmdaáætlun í umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar verður unnið að því að bæta ásýnd og ímynd bæjarins með áherslu á uppbyggingu og viðhald grænna svæða og aukinni umhverfisvitund bæjarbúa.
 • Áfram verði unnið að innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna, með það að markmið að bæta gæði ofanvatns, stuðla að grænna umhverfi, auka líffræðilega fjölbreytni í byggðinni og lækka viðhaldskostnað.


Náttúruverndarsvæði og vatnsverndarsvæði.


Friðlýst svæði (FS)

Eitt svæði innan bæjarmarka er friðlýst skv. náttúruverndarlögum. Blautós og Innstavogsnes er friðland og gilda um það sérstakar umgengnisreglur. Engin önnur svæði innan skipulagssvæðisins eru á náttúruminjaskrá.
 • FS Blautós og Innstavogsnes eru friðlýst sem friðland skv. náttúruverndarlögum. Stærð svæðisins er 280 ha. Afmörkun friðlandsins á skipulagsuppdrætti er samkvæmt gögnum frá Umhverfisstofnun.
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að verndarsvæðið verði stækkað til norðurs og suðurs með ströndinni og myndi þá ná inn í miðja Kalmansvík (B-hluti náttúruminjaskrár, framkvæmdaætlun). Stækkað verndarsvæði mun verða innan marka hverfisverndarsvæðis 301-HV skv. aðalskipulagi og ná að sjóvarnargörðum efst í fjörunni. Stækkun friðlýsta svæðisins mun ekki hafa nein áhrif á aðra landnotkun.Hverfisvernd vegna náttúrufars og útivistar (HV)

Almennar forsendur
Sett eru ákvæði um hverfisvernd nokkurra svæða. Öll strandlengjan innan skipulagssvæðisins, að frátalinni höfninni og Lambhúsasundi, nýtur hverfisverndar vegna landslags, náttúrufars og auðugs fuglalífs auk þess sem svæðin hafa mikið útivistargildi. Einnig nýtur Miðvogslækur og votlendi við Blautós hverfisverndar.

Hverfisverndarsvæði eru sýnd á aðalskipulagsuppdrætti með rúðustrikun, merkt númeri landnotkunarreits og bókstöfunum HV. Þau eru að hluta úti í sjó.

Hverfisvernd strandarinnar

Blautós - Mynd: Hrannar Örn Hauksson


Hverfisverndarsvæði 301-HV og 121-HV mynda ásamt friðlandinu í Blautósi og Innstavogsnesi 329-FS samfellt verndarsvæði með norðurströnd bæjarlandsins. Verndun strandarinnar og nýting hennar til útivistar er í samræmi við markmið bæjarstjórnar og skýran vilja bæjarbúa á íbúaþingum og umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar. Afmörkun verndarsvæða við ströndina er sýnd í grófum dráttum þar sem jaðar þeirra gagnvart bænum getur verið óljós (t.d. aðliggjandi landnotkunarfletir, sjóvarnargarðar). Innan hverfisverndarsvæða eru einnig búsetuminjar og varðveisluverð bygging sbr. kafla 1.6. í forsenduhefti. Verndarákvæði eiga við náttúrufar annars vegar og útivistargildi hins vegar. Mannvirkjagerð sem styður við tilgang hverfisverndarinnar og raskar ekki viðfangi hennar er heimil sbr. nánari ákvæði.

Afmarkað er nýtt hverfisverndarsvæði á Vesturflös, HV-149, sem tekur mið af friðlýsingartillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Almenn ákvæði:
  a)    Stígagerð, uppsetning fræðslu- og leiðsagnarskilta og bygging minni háttar mannvirkja sem þjóna útivist á svæðinu og tilgangi hverfisverndar er heimil.
  b)    Annarri mannvirkjagerð skal haldið í lágmarki. Gerð og viðhald sjóvarnargarða og veitumannvirkja er heimil.
  c)    Öll mannvirki skulu taka mið af umhverfi og hlutverki svæðanna og þess gætt sérstaklega að viðhalda og varðveita verðmæt einkenni þeirra, bæði með tilliti til náttúrufars og útivistar.
  d)    Annað jarðrask og efnistaka er óheimil.
  e)    Öll mannvirki, s.s. göngustíga, sjóvarnargarða, lagnir og önnur veitumannvirki skal fella sem best að náttúru og umhverfi.


Önnur hverfisvernd
Stefnt er að endurheimt votlendis á svæði 303-HV við Innstavog og Blautós. Auk þess er lagt til að umhverfi Miðvogslækjar, neðan þjóðvegar, njóti hverfisverndar.

Almenn ákvæði:
  f)    Mannvirkjagerð skal haldið í lágmarki. Taka skal mið af umhverfi og þess gætt sérstaklega að viðhalda og varðveita verðmæt einkenni svæðisins bæði með tilliti til náttúrufars og útivistar.
  g)    Jarðrask og efnistaka er óheimil.
Menningarminjar
Minjavernd
 • Lögð verði áhersla á sögu svæðisins og varðveislu fornminja. Taka skal tillit til menningar- og búsetuminja í bæjarfélaginu á grundvelli skráningar og mats á mikilvægi þeirra. Í deiliskipulagi viðkomandi svæða skal gera grein fyrir því á hvern hátt minjar verði aðgengilegar eða sýnilegar.
Þjóðminjaverndarsvæði taka til svæða þar sem eru friðlýstar fornminjar, þekktar fornleifar eða friðuð hús samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Um þjóðminjar gilda skýr og ströng lagaákvæði og er röskun þeirra með öllu óheimil án leyfis Minjastofnunar Íslands. Merking minjastaða á skipulagsuppdrætti hefur fyrst og fremst þann tilgang að koma í veg fyrir að þjóðminjum verði spillt t.d. vegna vankunnáttu eða athugunarleysis og tryggja að tekið verði mið af þeim við skipulag og framkvæmdir.

Framkvæmdum skal beina frá minjastöðum en sé þess enginn kostur ber að tilkynna Minjastofnun Íslands um framkvæmdirnar með fyrirvara og getur stofnunin krafist þess að þeim verði frestað uns fornleifarannsókn hafi farið fram. Þeir sem standa fyrir meiri háttar framkvæmdum bera kostnað af fornleifarannsóknum sem nauðsynlegar reynast þeirra vegna. Vinna skal deiliskráningu fornleifa áður en ráðist er í breytingar á landnotkun t.d. með skógrækt og byggð.

Fyrir liggur aðalskráning fornleifa frá 19991 auk deiliskráningar nokkurra svæða. Vinna skal deiliskráningu fornleifa áður en ráðist er í breytingar á landnotkun t.d. með skógrækt og byggð.

Sjá nánari umfjöllun um menningarminjar í kafla 1.6 í forsenduhefti aðalskipulagsins m.a. skrá yfir fyrirliggjandi minjaskrár.

Engar fornleifar hafa verið friðlýstar á Akranesi en í niðurstöðum fornleifaskráningar eru tillögur um verndun, kynningu og rannsóknir nokkurra minjastaða. Þetta eru minjastaðirnir Presthús, Kalmansvík, Hausthús/Skúti, Elínarhöfði, Bakkabær, Miðvogur og Innstivogur (bæjarleifar þessara bæja ásamt útihúsum og garðlögum), bæjarhóllinn í Görðum og gamla þjóðleiðin niður á Skaga.

Á skipulagsuppdrætti eru merktar þær fornleifar sem getið er um í niðurstöðu Fornleifastofnunar Íslands auk stakkstæða á Breiðinni (Þ9), gamla vitans (Þ10) og minja á Sólmundarhöfða. Svæði Þ1-Þ7 og Þ9-Þ10 eru innan marka hverfisverndarsvæða vegna náttúrufars og útivistargildis. Ekki er getið sérstaklega um bæjarleifar, útihús og garðlög á Sólmundarhöfða í fornleifaskrá.

Gamla þjóðleiðin niður á Skaga er ekki merkt sérstaklega á skipulagsuppdrætti en þau ummerki um hana sem sjást enn, t.d. upphlaðnir vegkantar og brýr við Blautós, eru innan hverfisverndarsvæða.

Á tjaldsvæðinu við Kalmansvík 215 AF og þar í grennd eru nokkrir minjastaðir (Presthús, Kalmansvík, Hausthús/Skúti). Taka var tillit til þeirra við gerð deiliskipulags svæðisins.

Mikilvægir minjastaðir eru sýndir á skipulagsuppdrætti sem punktur með rúnatákni og merkingu en ekki sem skástrikun, eins og fyrirskrifað er í skipulagsreglugerð. Ekki eru afmörkuð sérstök minjaverndarsvæði í aðalskipulaginu.

Húsavernd
 • Unnið verði að gerð verndaráætlunar bæjarumhverfis og bygginga á grundvelli húsakönnunar.
 • Mat verði lagt á hvort þörf sé á að vernda sérkenni eldri byggðar eða annarra menningarsögulegra minja, vegna sögulegs eða menningarlegs gildis m.a. með hliðsjón af fyrirliggjandi húsakönnun. Niðurstöður verði nýttar við gerð skipulagsáætlana og sákvæða um hverfisvernd þar sem það á við.
Fyrir liggur húsakönnun fyrir alla byggð neðan Stillholts2 og byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun fyrir Sementsreit3. Akraneskirkja sem er friðlýst og er á miðbæjarsvæði 115-M, og Garðahúsið, sem er á sínum upphaflega stað í Görðum, eru ekki merkt sérstaklega á skipulagsuppdrætti. Gamli vitinn, byggður 1918, er á aðalskipulagsuppdrætti merktur sem þjóðminjar (Þ10) en hann er innan svæðis sem nýtur hverfisverndar vegna náttúrufars og útivistargildis.

Ekki eru sett sérstök hverfisverndarákvæði í aðalskipulagi um húsavernd á þessu stigi. Taka skal mið af niðurstöðum húsakönnunar og tillögu um hverfisvernd, sem þar er sett fram, í deiliskipulagi viðkomandi svæða.
Vatnsvernd

Strendur, ár og vötn
Miðað er við að öll strandlengjan innan skipulagssvæðisins verði í flokki B (lítið snortið vatn) sbr. skilgreiningu í 9. og 10. grein reglugerðar 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Flokkur B miðast í megindráttum við „að lítil og ekki skaðleg áhrif séu greinanleg á lífríki og efna- og eðlisfræðilegt umhverfi þess vegna mannlegrar starfsemi”. Einnig er stefnt að því að vatnasvæði innan bæjarmarka, þar á meðal Berjadalsá, verði í flokki B. Unnin verði áætlun um það á hvern hátt verði komist hjá mengun vatns og ákvæði reglugerðar um varnir gegn mengun vatns uppfyllt.

Vatnsból og vatnsverndarsvæði
Brunnsvæði og grannsvæði vatnsbóla innan bæjarmarka eru í Slögu undir vesturhlíð Akrafjalls. Önnur vatnsból og meginhluti grann- og fjarsvæða vatnsbóla eru í Hvalfjarðarsveit. Ákvæði um vatnsból og vatnsverndarsvæði eru í kafla 3.18.
Svæði undir náttúruvá

Svæði undir náttúruvá eru svæði þar sem hætta er talin stafa af náttúruhamförum, s.s. snjóflóðum, skriðuföllum, sjávarflóðum, vatnsflóðum, jarðskjálftum, eldvirkni eða veðurfari (ofviðri).

Náttúruvá sem helst þarf að skoða og fylgjast með á Akranesi eru sjávarflóð4. Ekki er talin hætta á að eldvirkni, jarðskjálftar, snjóflóð eða skriðuföll geti valdið umtalsverðum skaða á skipulagssvæðinu. Hætta hefur verið á sjávarflóðum við vissar aðstæður á þeim svæðum sem lægst standa á Skaganum. Öll byggð er nú varin með sjóvarnargörðum sem hafa verið gerðir sem næst með allri ströndinni.

Sjóvarnargarðar
Mannvirki til að verjast rofi á strandlengju (sjóvarnargarðar), sem kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif, eru tilgreind í 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og ber að tilkynna til Skipulagsstofnunar sem ákvarðar hvort viðkomandi framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Sjóvarnargarðar


Sjóvarnargarðar hafa verið gerðir meðfram stórum hluta strandlengjunnar og er unnið að áframhaldandi uppbyggingu þeirra og viðhaldi samkvæmt áætlun Siglingastofnunar þannig að byggð stafi ekki hætta af flóðum auk þess sem þeir eru jafnframt vörn gegn landbroti. Enn er ólokið við sjóvarnir á Breiðinni. Sjóvarnargarður við Faxabraut hefur verið hækkaður vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Sementsreit. Hættusvæði eru ekki afmörkuð á skipulagsuppdrætti. Einnig er gert ráð fyrir varnargörðum á nýjum landfyllingum á hafnarsvæði. Varnargarðarnir eru sýndir á skýringarmynd 10 og eru þeir innan strandsvæða (ST) og hafnarsvæða (H).

Gerð sjóvarnargarða þar sem þeirra er þörf skv. áðurnefndri áætlun eða vegna yfirvofandi hættu er heimil án breytingar á aðalskipulagi enda verði tekið mið af umhverfissjónarmiðum og ákvæðum hverfisverndar, þar sem það á við, við hönnun þeirra og gerð. Varnarmannvirki gegn ágangi sjávar eru tilkynningarskyld framkvæmd skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum og háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar.

SAMGÖNGU- OG ÞJÓNUSTUKERFILögð skal áhersla á góðar og öruggar samgöngur. Stefna skal að því að almenningssamgöngur og hjólreiðar verði raunhæfir valkostir sem flestra. Lögð skal áhersla á heilsueflandi samfélag og umhverfismál með bættum skilyrðum fyrir vistvænar samgöngur; góðu stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, virkum almenningssamgöngum og orkuskiptum í samgöngum.
Gatnakerfi

 • Áhersla verði lögð á markvissa hraðastýringu bílaumferðar og forgang gangandi og hjólandi umferðar þar sem það á við.
Flokkun gatnakerfis bæjarins felst í aðalgatnakerfi með stofnbrautum og tengibrautum annars vegar og innra gatnaneti með húsagötum og aðalgötum/safngötum hins vegar.

Á aðalskipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir aðalgatnakerfi bæjarins og helstu tengingum við það. Innra gatnakerfi (húsagötur og safngötur) er skilgreint í deiliskipulagi. Útfærsla gatnamóta á aðalgatnakerfinu, t.d. hvort um er að ræða krossgatnamót eða hringtorg, er ákvörðuð í deiliskipulagi og er því ekki sýnd á aðalskipulagsuppdrætti. Breytingar á gatnamótum kalla því ekki á aðalskipulagsbreytingu.

Aðalgötur/safngötur innan hverfa eru sýndar til skýringar á uppdrætti. Breytingar á þeim í þegar byggðum hverfum og útfærsla og nákvæm lega í nýjum hverfum verður ákvörðuð í deiliskipulagi. Þar sem landnotkunarreitir liggja að aðalgatnakerfi eru tengingar við aðalgötur almennt ekki sýndar á aðalskipulagsuppdrætti. Þar sem tengingar að landnotkunarreitum liggja yfir opin eða óbyggð svæði eða um aðra reiti eru þær sýndar á aðalskipulagsuppdrætti. Núverandi húsagötur eru sýndar á grunnkorti (ljósgráar línur) til glöggvunar en ákvæði aðalskipulagsins eiga ekki við þær.

Yfirlitsmynd - gatnakerfi

Stefnt er að því að tryggja umferðaröryggi með markvissri hraðastýringu bílaumferðar, t.d. svæðum með 30 km/klst. hámarkshraða og útfærslu umferðarmannvirkja, stofnbrauta og tengibrauta, sem taki mið af umhverfi og aðstæðum. Miðað er við að innra gatnakerfi nýrra hverfa geti verið net húsagatna og aðalgatna. Aðalgötur má líta á sem endurskoðaða útfærslu safngatna, sem gegna fjölbreyttara hlutverki en hefðbundnar safngötur hafa gert, þannig að hús og lóðir geta staðið við þær og haft aðkomu frá þeim auk þess sem bílastæði eru heimiluð í þeim að vissu marki. Þannig verði stuðlað að samfelldri og heillegri bæjarmynd í nýjum íbúðarhverfum.

Afmarkað er opið svæði 318-OP með sérákvæðum til þess að tryggja að möguleikar á lagningu Grunnafjarðarleiðar, breytts þjóðvegar ofan bæjarins, verði ekki skertir þótt hvergi sé gert ráð fyrir leiðinni í gildandi áætlunum. Sjá kafla 3.13.Almenningssamgöngur

 • Áfram verði reknar almenningssamgöngur innan bæjar m.a. í þeim tilgangi að sporna við ofnotkun einkabíla til þess að vinna að markmiðum umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
 • Tryggðar verði almenningssamgöngur á láði og legi milli Akraness, höfuðborgarsvæðisins, Vesturlands og annarra landshluta.
Ekki er þörf fyrir sérstök ákvæði vegna almenningssamgangna í aðalskipulaginu.
Stígakerfi

 • Í aðalskipulagi skal gert ráð fyrir endurbættu göngu-, reið- og hjólastígakerfi í bæjarlandinu, m.a við endurskipulagningu eldri hverfa, og með því stuðlað að aukinni útivist, hollri hreyfingu og vistvænum samgönguháttum. Hugað skal sérstaklega að ferlimálum fatlaðra við skipulag og framkvæmdir m.a. við stígakerfi bæjarins.
 • Gera skal ráð fyrir hentugum útivistarstígum utan byggðar og meðfram allri strandlengjunni.
Stígakerfi bæjarins myndar samfellt net öruggra og greiðfærra leiða um allt bæjarlandið. Það tengir saman bæjarhluta, heimili, vinnustaði, þjónustusvæði og útivistarsvæði.

Samnýting stíga, t.d. göngustíga og hjólastíga eða göngustíga og reiðstíga, er að vissu marki nauðsynleg en stefnt er að aðgreiningu þar sem það er mögulegt.

Á aðalskipulagsuppdrætti og skýringarmyndum eru sýnd meginatriði stígakerfisins. Útfærsla verður ákveðin á deiliskipulags- og/eða framkvæmdastigi s.s. hvorum megin götu stígur eða hjólabraut verður.

Stofnstígar bæjarins eru helstu göngu- og hjólreiðaleiðir um bæjarlandið. Þeir tengja saman hverfi og megin áfangastaði, taka mið af almennum ferðakröfum og tengjast nágrannasveitarfélagi bæjarins. Uppbygging og viðhald stofnstíga hefur ákveðinn forgang, leitast skal við að stígarnir verði með bundnu slitlagi og aðskildum hjóla- og göngustígum að öllu leyti þar sem aðstæður leyfa. Einnig skal kappkosta að aðskilja stofnstíga frá vegi og skapa skjólsælt umhverfi meðfram þeim.

Tengistígar eða minni stofnstígar tengjast stofnstígum og strandstígum. Þeir flétta saman byggð og útivistarsvæði og eru ætlaðir gangandi vegfarendum innan einstakra bæjarhluta. Þeir tengja saman ýmsa þjónustu, svo sem skóla, verslun og biðstöðvar almenningsvagna. Leitast skal við að stígarnir verði með bundnu slitlagi eða með þjappaðri möl eftir umferðarþunga og að hluta til með aðskildum hjóla- og göngustígum. Einnig skal reyna eftir bestu getu að aðskilja tengistíga frá vegi og skapa skjólsælt umhverfi meðfram þeim. Auk samfellds götustíganets er mikilvægt að bæta gangstéttir meðfram götum og auka gæði umhverfisins fyrir gangandi vegfarendur.

Strandstígur er göngu- og hjólreiðaleið meðfram strandlínu og utan byggðar. Strandstígur gegnir einnig hlutverki útivistarstígs. Strandstígur getur verið með bundnu slitlagi, þjappaðri möl eða verið stikaður slóði. Útfærsla verður umfangsminni og náttúrulegri eftir því sem fjær dregur byggð. Aðskilja skal strandstíg frá reiðvegi þar sem það á við.

Reiðvegir eru utan byggðar út frá hesthúsahverfinu í Æðarodda. Reiðvegir eru sértækar reiðgötur aðeins ætlaðar til útreiða en ekki almenningi til frjálsrar umferðar. Leitast skal við að tengja reiðvegi við Hvalfjarðarsveit norðan og austan við sveitarfélagið og aðskilja reiðvegi frá stofn-, strand- og tengistígum eða útivistarstígum og umferðarvegum þar sem það á við og er mögulegt.

Gert er ráð fyrir landsbyggðarstíg meðfram þjóðvegum utan byggðar. Stígnum er ætlað að koma til móts við aukna notkun reiðhjóla til ferðalaga. Útfærsla skal unnin í samvinnu við Vegagerðina. Stígurinn er sýndur á táknrænan hátt á uppdrætti.

Aðrir stígar: Stór hluti stígakerfisins felst í gangstéttum meðfram götum bæjarins, sérstaklega í eldri hluta bæjarins, og útivistarstígum á opnum svæðum og útivistarsvæðum. Þessir stígar eru ekki sýndir á aðalskipulagsuppdrætti nema þar sem þeir falla saman við flokkana, sem tilgreindir eru hér að ofan.

Stígakerfi

Veitur

 • Veitukerfi skulu tryggja nægjanlegt framboð af góðu vatni til neyslu og hitunar.
 • Íbúar sveitarfélagsins skulu hafa aðgang að öflugri og öruggri gagnaveitu.
 • Unnið verði áfram að áætlunum og framkvæmdum í fráveitumálum sveitarfélagsins, sbr. reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, með það að markmiði að fráveitukerfi standist ítrustu kröfur um mengunarvarnir.
Í kafla 3.7 Iðnaðarsvæði, er fjallað um svæði fyrir veitumannvirki (mannvirki fráveitu, hitaveitu og rafveitu).

Stofn- og dreifilagnir veitukerfa, sem fylgja götum, stígum og öðrum mannvirkjum og hafa ekki áhrif á ósnert land, lóðir eða verndarsvæði þarf ekki að sýna á aðalskipulagsuppdrætti. Meginstofnlagnir (aðveitulagnir) veitukerfa eru sýndar á aðalskipulagsuppdrætti.

Við skipulag nýrra svæða og breytingar á eldra skipulagi skal þess gætt að tryggja rými fyrir nauðsynleg veitukerfi, stofn- og dreifikerfi, þannig að þau anni eftirspurn eftir þjónustu. Haft skal samráð við veitustofnanir og -fyrirtæki á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Við vinnslu deiliskipulags skal hugað að lagnaleiðum veitna, þeim lögnum sem fyrir eru, aðgengi að lögnum eftir uppbyggingu auk lóða fyrir veitumannvirki.

Dreifistöðvar raforku, tengivirki í dreifikerfi og fjarskiptabúnaður (möstur) eru heimil þar sem þeirra er þörf og eru ekki sýnd á aðalskipulagsuppdrætti. Búnaður sem er sýnilegur og getur haft áhrif á nærliggjandi byggð (útsýni, skuggavarp) skal vera í samræmi við deiliskipulag og þar sem það á við skulu heimildir fyrir nýjum búnaði skilgreindar með breytingu á deiliskipulagi eða grenndarkynningu.

Vatnsveita
Sjá ákvæði um vatnsból í kafla 3.18. Í kafla 1.4.2 í forsenduhefti er gerð grein fyrir neysluvatnsöflun og vatnsverndarsvæðum, sem eru að hluta utan bæjarmarka. Aðveitulögn vatnsveitu frá Akrafjalli, geislahús og vatnstankur, er merkt á aðalskipulagsuppdrætti. Aðrar stofnlagnir og dreifilagnir fylgja götum og stígum og því ekki sýnd á skipulagsuppdrætti. Útfærsla og umfang vatnsveitumannvirkja innan þessara meginlína er ekki háð ákvæðum aðalskipulags

Hitaveita
Stofnlagnir og dreifilagnir fylgja götum og stígum og er ekki gerð grein fyrir þeim á skipulagsuppdrætti. Útfærsla og umfang hitaveitumannvirkja innan meginreglu um legu lagna er ekki háð ákvæðum aðalskipulags.

Rafveita
Aðveitustöð rafveitu er á svæði 145-I norðan til á Smiðjuvallasvæðinu sbr. kafla 3.7. Flutningslínur að aðveitustöðinni úr norðri eru sýndar á aðalskipulagsuppdrætti. Innan byggðar, núverandi og fyrirhugaðrar, eru allar línur lagðar í jörð. Raflínur fylgja fyrst og fremst götum og stígum. Þær eru ekki sýndar á aðalskipulagsuppdrætti.

Fráveita
Dælu- og hreinsistöðvar fráveitu eru á svæðum 107-I, 122-I, 130-I og 211-I sbr. kafla 3.7. Stofnlagnir fráveitu fylgja fyrst og fremst götum og stígum og er ekki gerð grein fyrir þeim á skipulagsuppdrætti. Um fráveitu gilda lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009.

Gagnaveita
Stofn- og dreifilagnir gagnaveitu (símalagnir og ljósleiðarar) fylgja götum og stígum og eru ekki sýndar á aðalskipulagsuppdrætti. Tækjabúnaður vegna gagnaveitu, endurvarpsstöðvar o.þ.h. eru háðar almennum ákvæðum aðalskipulagsins sbr. 5.5 og ekki sýndur á aðalskipulagsuppdrætti. Gera skal grein fyrir þeim í deiliskipulagi eftir því sem við á og fara með nýframkvæmdir samkvæmt ákvæðum um deiliskipulag og grenndarkynningar.